Stokkur Software mun ekki senda út nein jólakort í ár en í stað þeirra bjuggum þeir félagar Hreinsi og Siggi pönk til SMS styrktar þjónustu fyrir Fjölskylduhjálp Íslands og nýttu sambönd sín við símafyrirtækin og fengu þau til liðs við sig.

Núna geta allir sent SMS-ið FHI í 1900 og fær viðkomandi þá 1 SMS í mánuði sem kostar 100 kr. og bætast á símreikninginn og rennur 100 kallinn óskertur til Fjölskylduhjálpar Íslands.

100 kall er ekki mikið fyrir hvern einstakling en safnast þegar saman kemur :)

Svo nú er bara að skrá sig með einu SMS skilaboði og senda ÖLLUM sem þið þekkið póst og segja þeim frá þessu og hvetja þau að taka þátt í að styrkja gott málefni :)

Hægt er að skrá sig aftur úr þessu hvenær sem er með því að senda skeytið FHI STOP í 1900.

Ljósmynd: Plastbjalla á gamalli jólaseríu á gömlu jólatré í Húsinu á Eyrarbakka, Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
10. desember 2009
Höfundur:
Siggi Pönk
Tilvitnun:
Siggi Pönk „Styrkja Fjölskylduhjálp Íslands í stað þess að senda jólakort“, Náttúran.is: 10. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/10/styrkja-fjolskylduhjalp-islands-i-stao-thess-ao-se/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: