Fyrsti hráfæði veitingastaðurinn opnar á Íslandi
Þriðjudaginn 26. júní opnaði fyrsti hráfæði-veitingastaðurinn „Lifandi.is“ hér á landi. Lifandi.is er til húsa að Ingólfsstræti 8 í sama húsnæði og verslunin Múltí Kúltí sem selur vörur frá Indlandi og Afríku og er rekin af vinum Indlands og Kenía. Á matseðlinum má meðal annars finna ferska grænmetis- og ávaxtasafa, súpur, grænmetisborgara, quiche, salöt, sushi og fleira girnilegt. Einnig er boðið upp á te og ýmist bakkelsi. Markmið veitingarstaðarins er að vera með 100% hráan hágæða mat sem býður upp á sem mest af lífrænu hráefni (sjá má á töflu á staðnum hvað er lífrænt hverju sinni).
Þau stefna einnig á það að vera með fræðslu, námskeið og skyldan varning. Á staðnum er hráfæðisbókasafn sem lesa má á staðnum. Einnig verða sýndar fræðslumyndir um hráfæði, lifandi fæði, mannúðarmál og bættan heim.
Að sögn eiganda er staðurinn ekki rekinn í hagnaðarskyni heldur af hugsjón. Nokkrir eigendur eru að staðnum, þau leitast því við að hafa matinn á sanngjörnu verði.
LIfandi.is verður til að byrja með opið frá kl. 11:00-16:30 alla virka daga.
Hráfæði er mataræði þar sem aðeins má neyta hrás, lifandi matar sem ekki má elda en má hita að 48 C°. Þetta er gert til þess að ensími sem eru mikilvæg fyrir meltinguna skemmist ekki í matnum. Þegar talað er um lifandi fæði er átt við að búið er að spíra korn, baunir eða hnetur. Algengt er að fólk sem borðar aðeins hráfæði séu grænmetisætur eða Vegan-ætur eða borði aðeins lífrænt ræktaðan mat en sumar hráætur borða einnig kjöt og fisk. Margir sem reyna að temja sér mataræðið og lífsstílinn byrja oft ekki á 100% hráfæði en sumir tileinka sér 20% til 100% hráfæði.
Þeir sem þekkja mataræðið segja að það gefi aukna orku, hjálpi fólki að ná kjörþyngd og hjálpi við lækningu sumra sjúkdóma og kvilla.
Nokkur hundruð manns lifa á hráfæði hér á Íslandi og verður þetta æ vinsælla erlendis m.a. á meðal kvikmynda- og tónlistarstjarna. Á netinu má finna heilu samfélögin en þar er hægt að nálgast fróðleik og uppskriftir og annað sem tengist mataræðinu eða lífsstílnum.
Meiri upplýsingar um hráfæðisamfélagið hér á landi má finna hér
Á efri myndinni má sjá veitingastaðinn Lifandi.is, á neðri myndinni eru frá vinstri, Líf, Ósk
Óskarsdóttir, Guðmundur Ragnar og María Óskarsdóttir nokkrir af eigendum staðarins.
Ljósmyndir: Vala Smáradóttir
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Fyrsti hráfæði veitingastaðurinn opnar á Íslandi“, Náttúran.is: 28. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/28/fyrsti-hrfi-veitingastaurinn-opnar-slandi/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. ágúst 2011