• Tuttugu ára barátta innan stofnunar um matvælaöryggi endar með nýjum áfanga í réttindabaráttu neytenda.
  • Breytingin opnar leiðir til að fylgjast nánar með áhrifum erfðabreyttra lífvera.

Consumers International (CI) og aðildarfélög þess fögnuðu sigri þ. 4. júlí sl. þegar eftirlitsaðilar frá meira en 100 löndum samþykktu langþráðar leiðbeiningar um merkingu erfðabreyttra matvæla.
Nefndin Codex Alimentarius Commission, sem er samsett úr þeim stofnunum heimsins sem fylgjast með matvælaöryggi, hefur unnið að því í tvo áratugi að koma á samkomulagi um leiðbeiningar á þessu sviði.

Engin lagaleg andstaða við merkingar erfðabreyttra matvæla

Með sláandi breytingu á fyrri afstöðu sinni á meðan á árlegum fundi nefndarinnar stóð í Genf, dró sendinefnd Bandaríkjanna andstöðu sína gegn leiðbeiningunum um merkingu erfðabreyttra matvæla til baka, og leyfði þannig skjalinu að þróast upp á næsta stig og verða að opinberum texta Codex Alimentarius nefndarinnar.
Hinn nýji Codex samningur felur í sér að sérhvert land sem vill taka upp merkingar erfðabreyttra matvæla þarf ekki lengur að standa andspænis hættunni á lagalegum ákærum frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Þetta er vegna þess að ráðstafanir landa sem byggja á leiðbeiningum Codex nefndarinnar eða staðlar hennar má ekki túlka sem viðskiptahindranir.
Þessi niðurstaða mun hafa bein áhrif á stöðu neytenda. Edita Vilcapoma hjá Neytendasamtökunum ASPEC í Perú, sem var fulltrúi Consumers International á fundi Codex nefndarinnar í Genf sagði:
"Nýleg innleiðing Perú á merkingum erfðabreyttra matvæla var ógnað vegna lagalegrar andstöðu frá WTO. Þessi nýji samningur Codex nefndarinnar felur í sér að sú ógn er horfin og réttur neytenda til að fá aðgang að upplýsingum hefur verið tryggður. Þetta er stór sigur fyrir neytendasamtök um allan heim."

Vöktun á heilsu vegna neyslu erfðabreyttra matvæla

Samningurinn viðurkennir einnig hinn gríðarlega ávinning sem felst í því að geta vaktað heilsu og geta gefið neytendum gangsæjar upplýsingar um hvaða matvæli eru erfðabreytt. Aðalfulltrúi Consumers International á Codex fundinum, sem er vísindamaður hjá Consumers Union of the United States, Dr Michael Hansen, sagði:
"Við erum sérstaklega ánægð með að hinar nýju leiðbeiningar viðurkenna að merking erfðabreyttra matvæla er réttlætanleg sem tæki til að vakta áhrif eftir að vara hefur verið markaðssett. Þetta er ein aðalástæða þess að við viljum að öll erfðabreytt matvæli séu merkt - þannig að ef neytendur borða matvæli sem hefur verið breytt, þá viti þeir af því og geti tilkynnt til eftirlitsaðila ef þeir hafa fengið ofnæmisviðbrögð eða fundið fyrir aukaverkunum."

Neytendur í Afríku styðja merkingu erfðabreyttra matvæla

Þessi áfangi merkingar matvæla er sérstaklega kærkominn hjá CI aðildarsamtökunum í Afríku, sem hafa verið að berjast fyrir hönd neytenda sinna fyrir réttindum til að fá upplýsingar um erfðabreytt matvæli. Samuel Ochieng, President Emeritus hjá Consumers International og framkvæmdastjóri Consumer Information Network of Kenya sagði:
"Á meðan samningurinn tekur ekki ennþá á þeirri kröfu samtakanna sem hefur lengi verið uppi um að framfyglja skuli skyldubundinni merkingu erfðabreyttra matvæla, þá er þetta samt sem áður umtalsverður áfangi fyrir réttindi neytenda.. Við óskum Codex nefndinni til hamingju með að samþykkja þessar leiðbeiningar, sem hefur verið óskað eftir af neytendum og eftirlitsaðilum í Afríkuríkjum í næstum því tuttugu ár.. Þessar leiðbeiningar fela í sér afskaplega góðar fréttir fyrir neytendur heimsins sem vilja vita hvað er í matvælunum sem þeir eru að borða."

Þýtt af Consumersinternational.org.

Birt:
13. júlí 2011
Tilvitnun:
http://www.consumersinternational.org „Sigur réttindabaráttu neytenda þegar Bandaríkin hætta andstöðu við leiðbeiningar um merkingu erfðabreyttra matvæla“, Náttúran.is: 13. júlí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/07/13/sigur-rettindabarattu-neytenda-thegar-bandarikin-h/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. janúar 2012

Skilaboð: