Pönnusteiktur silungur með blóðbergi
Nú er um að gera að skella sér í veiðiferð og ná sér í vænan silung.
Hér á eftir er uppskrift af ljúffengum silungi með blóðbergi en blóðberg er gott að blanda saman við birkilauf og gullmöðru, vallhumall og ljónslappa, bláberjalyng og klóelftingu.
880 g af ný flökuðum silungi
Sítrónupipar
slatti af blóðbergi [Thymus praecox]
1 msk. af olíu
1 msk. af smjöri
salt
Kryddið silunginn með salti, ögn af sítrónupipar og blóðbergi.
Steikið silunginn á pönnu með olíu og smjöri.
Sítrónuhrísgrjón eru góð með þessum rétti.
1 bolli hrísgrjón
2 bollar vatn
börkur hálfrar sítrónu
salt og olía
Setjið hrísgrjónin í pott með vatni, rífið niður börkinn af hálfri sítrónu og látið sjóða með hrísgrjónunum ásamt salti og olíu.
Úr bókinni Með veislu í farangrinum eftir Ingibjörgu Guðrúnu Guðjónsdóttur og Ragnheiði Ingunni Ágústsdóttur. 'Útgefandi: Bókaforlagið Salka. Bókin fæst hér á Náttúrumarkaðinum.
Myndin er af blóðbergi [Thymus praecox] í lok júlí en það er í fínu lagi að tína blóðberg til matargerðar miklu fyrr eða um leið og blómknapparnir eru farnir að myndast. Nota má alla jurtina en passið að taka aðeins lítið af hverri plöntu svo að hún fái að jafna sig án þess að bíða skaða. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Tekið úr bókinni Með veislu í farangrinum.
Bókin fæst hér á Náttúrumarkaðinum.
Birt:
Tilvitnun:
Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir. „Pönnusteiktur silungur með blóðbergi“, Náttúran.is: 10. júlí 2011 URL: http://nature.is/d/2007/06/06/pnnusteiktur-silungur-me-blbergi/ [Skoðað:24. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. júní 2007
breytt: 1. ágúst 2011