Við sem vinnum við heildrænar meðferðir vitum að orðið að lækna er orð sem læknavísindin hafa eignað sér. En hvað gerum við? Erum við að heila eða lækna?

Caroline Myss Ph.D (höfundur “Anatomy of the spirit”) hefur eftirfarandi ústkþringar: „Að heila og lækna er ekki það sama. „Lækning“ er þegar tekist hefur að ná tökum á eða stöðva líkamlega framýróun sjúkdóms. Að lækna líkamlegan sjúkdóm þarf hins vegar ekki að þýða að tilfinningalegir og andlegir álagsþættir sem voru hluti af sjúkdómnum hafi einnig verið læknaðir. Þegar þannig er í pottinn búið, þá eru miklar líkur á því að sjúkdómurinn birtist á ný “. Caroline heldur áfram: „Ferill lækningar er passifur, þ.e.a.s. sjúklingurinn afsalar sér ábyrgð yfir til læknisins og meðferðarinnar í stað þess að skora veikindin á hólm og endurheimta heilsuna. Heilun, hins vegar, er virkur ferill sem krefst þess að við tökum inní myndina viðhorf okkar og trú ásamt vilja til losa um neikvæð mynstur sem hindra okkur í að ná alhliða heilsu“.

Að græða eða heila er það sem við innan hinna heildrænu meðferða sækjumst eftir. Þess vegna erum við “græðarar”. School of Natural Medicine hefur tekið skrefið aðeins lengra og notar orðið sjálfs-heilun. Orðið sjálfsheilun beinist að þeirri staðreynd að ábyrgðin á því að heilast liggur hjá manni sjálfum og aðeins maður sjálfur getur heilað sig. Það leggur ábyrðina klárlega þar sem hún þarf að vera, nefnilega í höndum þyggjandans.

Tungumál vestrænna lækninga er tungumál stríðs. Læknirinn Gladys T. McGarey, segir: „… mér sýndist læknavísindin vera orðin að drápsvél; meginmarkmiðin virtust vera að ráðast á sjúkdóma. Fókusinn er á að drepa bakteríur, útrýma AIDS, uppræta krabbamein, ná tökum á sykurskþi osfrv. Ef við ætlum að taka þátt í þessum drápum þá þarf vopn, og vopnin á læknastofunni eru fyrst og fremst lyf“.

Læknar eru þátttakendur í stríði þar sem ráðist er á óvininn í líkama sjúklings (eða líkamann sjálfan). Horft er á sjúkdóminn og hvaða vopn eru best til að „vinna orustuna“ ef ekki stríðið sjálft, þannig að athyglin er ekki á sjúklinginn sem heild heldur mengi af líkamlegum einingum sem eru í stríði við hverja aðra.

Algjörlega gagnstætt þessu þá horfir græðarinn, þeir sem fást við heildrænar meðferðir, á skjólstæðinginn sinn (ekki kallaður sjúklingur) fyrst og fremst sem manneskju sem litið á af virðingu sem heildstæða veru samsetta af fjölmörgum þáttum. Við styðjum manneskjuna til að ná heilsu sinni á öllum sviðum með lifandi náttúrumeðulum og meðferðum.

Læknirinn Gladys T. McGarey heldur áfram: „Athygli okkar þarf að fara frá því að drepa til þess að styrkja líf og lífskrafta hvers og eins. Ef við gerum það þá munum við þurfa lifandi efnivið eins og lifandi andrúmsloft, lifandi jörð, lifandi vatn og lifandi mat“.

School of Natural Medicine notar aðeins lifandi meðul eins og jurtir, hágæða kjarnaolíur, blómadropa, jurtabakstra, lifandi fæði og fleira í 3ja ára námi í sjálfs-heilun og samþættingu náttúrulegra meðferða. Skólinn er í alla staði skóli með lifandi, heilandi meðferðir.

Myndin er af höfundunum Gitte Lassen og Lilja Oddsdóttir en þær eru umsjónarmenn Heilsumeistaraskólans, School of Natural Medicine á Íslandi.

Birt:
9. apríl 2008
Tilvitnun:
Gitte Lassen og Lilja Oddsdóttir „Að heila eða lækna?“, Náttúran.is: 9. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/09/ao-heila-eoa-laekna/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. maí 2012

Skilaboð: