Samtök lífrænna neytenda bjóða á Drottningu sólarinnar
Samtök lífrænna neytenda standa fyrir sýningu á hinni margverðlaunaða kvikmynd „Queen of The Sun" sem farið hefur sigurför um Bandaríkin og vakið athygli á brýnu málefni. Myndin verður sýnd í Norræna húsinu mánudaginn 7. maí nk.kl. 20:00.
Þetta er fyrsta heimildarmyndin í fullri lengd sem fjallar um þá auknu hættu sem steðjar að býflugum eins og erfðabreyttar plöntur sem framleiða eigið eitur (pesticides), skortur á villtum blómum með þeim afleiðingum að heilu býflugnabúin hafa hrunið. Hér er leitast eftir svari. En býflugur eiga því mikilvæga hlutverki að gegna að sinna frjóvgun, sem er nauðsynlegt ferli í eðlilegri hringrás náttúrunnar.
Myndin er sérstaklega fræðandi, vel unnin og í góðum gæðum. Umræður verða eftir sýninguna. Sjá myndbút hér.
Ljósm. Býfluga á Valurt, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Dominique Plédel Jónsson „Samtök lífrænna neytenda bjóða á Drottningu sólarinnar“, Náttúran.is: 2. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/02/samtok-lifraenna-neytenda-bjoda-drottningu-solarin/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.