Laxá í Laxárdal er friðuð og óheimilt er að breyta rennsli hennar
Vegna frétta um hugmyndir stöðvarstjóra Laxárvirkjunar stækkun stíflu í Laxárdal vilja Náttúruverndarsamtök Íslands benda á eftirfarandi:
Laxá í Laxárdal er friðuð og óheimilt er að breyta rennsli hennar.
Bent hefur verið á aðrar lausnir til að stemma stigu við ísvandamálinu. Vandamálið er að inntak Laxár III er hannað fyrir lón, sem aldrei var gert (vegna Laxárdeilunnar). Opið stendur því uppúr vatninu og ís á greiða leið inn í aðrennslisgöngin. Þetta á að vera hægt að laga án þess að eyðileggja einhvern fallegasta dal landsins með uppistöðulóni.
Bent hefur verið á leiðir til að veita ísnum framhjá opinu. Þær leiðir hafa - eftir því sem næst verður komist - ekki verið skoðaðar í alvöru vegna þess að uppistöðulón er sú lausn sem Landsvirkjun einblínir á.
Lón í mynni Laxárdals myndi eyðileggja hið sérstæða umhverfi árinnar á talsverðum kafla og einmitt í fordyri dalsins.
Laxá í Laxárdal er friðuð og óheimilt er að breyta rennsli hennar.
Bent hefur verið á aðrar lausnir til að stemma stigu við ísvandamálinu. Vandamálið er að inntak Laxár III er hannað fyrir lón, sem aldrei var gert (vegna Laxárdeilunnar). Opið stendur því uppúr vatninu og ís á greiða leið inn í aðrennslisgöngin. Þetta á að vera hægt að laga án þess að eyðileggja einhvern fallegasta dal landsins með uppistöðulóni.
Bent hefur verið á leiðir til að veita ísnum framhjá opinu. Þær leiðir hafa - eftir því sem næst verður komist - ekki verið skoðaðar í alvöru vegna þess að uppistöðulón er sú lausn sem Landsvirkjun einblínir á.
Lón í mynni Laxárdals myndi eyðileggja hið sérstæða umhverfi árinnar á talsverðum kafla og einmitt í fordyri dalsins.
Birt:
4. desember 2008
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Laxá í Laxárdal er friðuð og óheimilt er að breyta rennsli hennar “, Náttúran.is: 4. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/04/laxa-i-laxardal-er-friouo-og-oheimilt-er-ao-breyta/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.