Rjúpnaveiðitímabilið hefur verið ákveðið af umhverfisráðherra og mun það vera, eins og í fyrra á tímabilinu 15.10. - 30.11. Rjúpnaveiðimenn virðast almennt vera ánægðir með ákvörðun ráðherra enda skotleyfi gefið út á 45 þús. fugla í ár. Reiknað er með að 10-15 rjúpur komi í hlut hvers veiðimanns, verði reglum framfylgt. Veiðbann er frá mánudögum til miðvikudaga og því refsivert að vera nappaður við rjúpnaveiðar þá daga vikunnar. Sala bráðarinnar er enný á óleyfileg. Veiðibann mun áfram gilda á Reykjanesskaga. Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar.

Myndin er af rjúpuunga á ystu nöf skammt frá Ölkelduhálsi, þ. 26. 08. 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

 

Birt:
24. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rjúpnastofninn ekki lengur á ystu nöf?“, Náttúran.is: 24. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/rjupnastofnin/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: