Mikið hefur verið rætt um jarðhita undanfarið - en ein grundvallarspurning hefur orðið útundan:
Hvaða máli skiptir hver á jarðhitann?

Hverjir eiga jarðhitann í dag? Hvaða afleiðingar getur það haft að jarðhiti færist í meira mæli í einkaeign? Skiptir máli hvort eigendur eru innlendir eða erlendir? Hvaða grundvallarhagsmuni þarf að verja? Hvernig er hægt að tryggja að þjóðin njóti arðs af auðlindum landsins?

Stofnun Sæmundar fróða býður til opins málþings um þetta efni föstudaginn 9.nóvember 2007 kl. 12-13 í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands.
Þorkell Helgason orkumálastjóri, Elín Smáradóttir lögfræðingur Orkstofnunar og Geir Oddsson auðlindafræðingur halda erindi og taka þátt í opnum umræðum.

Allir eru velkomnir. Myndin er af hitavatnsyfirfalli á Flúðum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
8. nóvember 2007
Tilvitnun:
Stofnun Sæmundar fróða „Hver á jarðhitann og hvaða máli skiptir það?“, Náttúran.is: 8. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/08/hver-jarhitann-og-hva-mli-skiptir/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. nóvember 2011

Skilaboð: