Um 85.000 flugferðir eru farnar á degi hverjum og er talið að fjöldi þeirra muni tvöfaldast til ársins 2050.  Þetta þýðir að útblástur gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum mun væntanlega aukast verulega.  Flugvélar brenna nú þegar um 130 milljónum tonna af flugvélaeldsneyti á ári hverju.  En hvað er þá hægt að taka til bragðs ? -

-
Að sögn sérfræðinga er það eina sem hægt er að gera í stöðunni að hanna umhverfisvænar flugvélar aftur frá grunni.  Hægt er að nota t.d. stóra túrbóhreyfla (turbofans) í staðinn fyrir þotuhreyfla eða svokallaða opna snúningshreyfla (propfans).  Með notkun þessara hreyfla má minnka eldsneytisnotkun um þriðjung.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir

Birt:
10. desember 2009
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Nauðsynlegt að hanna umhverfisvænar flugvélar“, Náttúran.is: 10. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/umhverfisvaenar_flugvelar_naudsyn/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 10. desember 2009

Skilaboð: