Hópur áhugafólks hefur stofnað Umhverfisvaktina við Hvalfjörð en markmið félagsins er að vernda lífríkið við Hvalfjörð jafnt i sjó, lofti og á landi, vinna að faglegri upplýsingaöflun með aðstoð sérfræðinga, efla fræðslu um umhverfismál og tryggja gegnsæi upplýsinga frá opinberum aðilum og fyrirtækum á svæðinu. Auk þess mun Umhverfisvaktin benda á leiðir til útbóta í umhverfisverndarmálum og tryggja að hagsmunum íbúa og komandi kynslóða sé gætt í ákvarðanatöku um allt sem varðar umhverfið.

Félagið er þverpólitískt og mikill einhugur ríkti á stofnfundi félagsins sem haldinn var að Hótel Glym við Hvalfjörð. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, stjórnsýslufræðingur, kennari og bóndi á Kúludalsá var kjörinn formaður þess, en stjórn og varastjórn félagsins skipa átta íbúar úr Hvalfjarðarsveit og Kjós.

Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á umhverfis- og dýravernd og vilja stuðla að góðri umgengni um Hvalfjörð og í nágrenni hans, og rækta virðingu fyrir lífríkinu.
Stofnfélagaskrá Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð verður haldið opið fram að áramótum og allt áhugafólk um umhverfi Hvalfjarðar er hvatt til að leggja lóð á vogarskál betri framtíðar með þátttöku en umsóknir má senda á netfang formannsins:
namshestar@namshestar.is.

Kort: Hvalfjörðurinn á Græna Íslandskortinu.

Birt:
6. nóvember 2010
Tilvitnun:
Ragnheiður Þorgrímsdóttir „Umhverfisvakt Hvalfjarðar hefur verið stofnuð“, Náttúran.is: 6. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/06/umhverfisvakt-hvalfjardar-hefur-verid-stofnud/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. desember 2010

Skilaboð: