Safnahelgi Suðurlands var sett í Listasafni Árnesinga í dag að viðstöddu fjölmenni. Sýningin Þjóðleg fagurfræði var opnuð og Kammerkór Suðurlands flutti undurljúfan söng.

Yfir 80 aðilar taka þátt í þessari þriðju Safnahelgi á Suðurlandi og bjóða upp á enn fleiri viðburði um allt Suðurland dagana 5.-7. nóvember. Það eru Samtök safna á Suðurlandi og Matarklasi Suðurlands sem standa fyrir hátíðinni með veglegum stuðningi Menningarráðs Suðurlands.

Af viðburðum má nefna sýningar, tónleika, bændamarkaði og handverksmarkaði, leiksýningar, söguferðir, fræðsluerindi og upplestra auk gómsætra máltíða þar sem hráefni úr heimabyggð fær að njóta sín.

Sjá dagskrá Safnahelgar Suðurlands i heild sinni hér.

Athugið að til að finna söfn og staðsetningar þeirra getur þú slegið inn nafnið í leitarvélina hér ofarlega t.h. á síðunni til að finna einstaka aðila eða farið beint á Græna Íslandskortið til að sjá öll söfn og menningarsetur á landinu.

Mynd: 4 af hinum 54 útskornu lýðveldisþingmönnum sem Halldór Einarsson frá Brandshúsum skar í tré, en allir þingmennirnir eru á sýningunni Þjóðleg fagurfræði í Listasafni Hveragerðis.

Birt:
4. nóvember 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þriðju Safnahelgi á Suðurlandi hrint úr vör“, Náttúran.is: 4. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/04/thridju-safnahelgi-sudurlands-hrint-ur-vor/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 5. nóvember 2010

Skilaboð: