Verndum íslenska hestinn fyrir smitberum
Varúð!
Vegna landfræðilegrar einangrunar og strangrar innflutningslöggjafara hefur tekist að halda alvarlegum smitsjúkdómum frá íslenskum dýrastofnum. Framtíð íslensks landbúnaðar á allt undir því að það takist að halda íslenskum búfénaði jafn heilbrigðum í framtíðinni eins og hann er í dag. Það er á ábyrgð okkar allra að taka nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að svo megi verða.
Erlendum gestum sem og íslendingum sem flytja búnað til landsins er því gert að fylgja ströngum öryggisreglum!
Innflutningur á eftirfarandi fylgihlutum er stranglega bönnuð:
- Notuðum reiðtygum s.s. hnökkum, mélum, taumum, bindum,
teppum, svipum, o.s.fr. - Notuðum reiðhönskum.
Hreinsun og sótthreinsun:
- Notuð reiðföt og reiðstígvél skulu þvegin í þvottavél eða verið þurrhreinsuð áður en þau eru flutt til landsins.
- Notuð reiðföt og reiðstígvél sem ekki komast í þvottavél eða verið þurrhreinsuð skulu þvegin á eftirfarandi hátts:
- – Hreinsið vel með þvottaefni
- – Þurrkið
- – Úðið með 1% VirkonS® (10g í líter af vatni)
- – Geymið í að minnsta kosti 5 daga áður en komið er í návígi við hesta á Íslandi
Birt:
9. febrúar 2010
Tilvitnun:
Matvælastofnun „Verndum íslenska hestinn fyrir smitberum“, Náttúran.is: 9. febrúar 2010 URL: http://nature.is/d/2010/02/09/verndum-islenska-hestinn-fyrir-smitberum/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. nóvember 2010