Sóley organics komið á markað
„Sóley” – spánný íslensk húðsnyrtivörulína, sem er 100% náttúruleg, umhverfisvæn og án allra óæskilegra aukaefna, er nú komin á markað á Íslandi. “Sóley” samanstendur af eyGLÓ andlitskremi, fersk andlitsfroðu, nærð hreinsivatni, hrein andlitsmjólk, mjúk líkamsskrúbbi og GRÆÐIR fjölskyldusjampói, ásamt birkiR, sérstakri herrasápu fyrir húð og hár.
Uppistaðan í “Sóley” eru kraftmiklar villtar íslenskrar jurtir, þar með talið handtínt birki og vallhumall sem saman mynda grunninn í allri nýju húðsnyrtivörulínunni. Þann grunn sótti Sóley Elíasdóttir, eigandi og stofnandi “Sóley”, í aldagamla uppskrift sem varðveist hefur í fjölskyldu hennar til dagsins í dag.
“Sóley” húðsnyrtivörurnar eru framleiddar hjá Fagvörum ehf., matvælaframleiðslufyrirtæki í Hafnarfirði, sem kemur heim og saman við hugsun nútímans sem er á þá lund að allt sem þú berð á húð þína áttu einnig að geta borðað, þótt ekki sé mælt sérstaklega með því. Að auki vinnur “Sóley” nú með alþjóðlegri markaðsstofu í London sem hyggst koma vörum hennar á framfæri erlendis en mikill áhugi er á hreinum húðsnyrtivörum með íslenskum lækningajurtum víða.
Heilsa ehf sér um dreifingu á “Sóley” húðsnyrtivörulínunni. “Sóley” húðsnyrtivörurnar fást í verslunum Lyfju um land allt og í Heilsuhúsinu í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri.
Birt:
Tilvitnun:
Dagný Reykjalín „Sóley organics komið á markað“, Náttúran.is: 23. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/23/soley-organics-komio-markao/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. október 2010