GET jafnréttisskólinn og EDDA - öndvegissetur kynna tvo fyrirlestra með Kunda DIxit dagana 11. og 12. nóvember. Fyrirlestrarnir er haldnir á vegum EDDU – öndvegisseturs og GET- Alþjóðlegs jafnréttisskóla.

Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 16:30, Háskólatorgi, stofu 105:

Loftslagsbreytingar og bráðnun jökla Himalæjafjalla

Í fyrri fyrirlestrinum fjallar Kunda Dixit um áhrif loftslagsbreytinga á Himalæjafjöllin, þ.e. hvernig hlýnun jarðar er að bræða þessa miklu vatnsturna Asíu. Kunda Dixit mun sýna myndir frá Nepal, en á þeim sést glögglega að sífrerar Himalæjafjallanna eru að hverfa um þrisvar sinnum hraðar en á öðrum stöðum í heim­ inum. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á Nepal og svæðið sem heild? Hvernig geta fátæk lönd tekist á við vandamál sem þau áttu engan þátt í að skapa? Hvernig fjalla fjölmiðlar um þetta ástand?

Fundarstjóri: Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur.

Föstudagurinn 12. nóvember, kl. 15.00, Árnagarði, stofu 311:

Blaða- og fréttamennska á átakatímum

Í öðrum fyrirlestrinum flytur Kunda Dixit Blaða- og fréttamennska á átakatímum. Hann hefur skrifað mikið um blaðamennsku og kennir rannsókna­ og átakablaðamennsku (conflict reporting) við Kathmandu­háskóla og fleira sem teng­ ist menntun og þjálfun blaðamanna. Fyrir allnokkrum árum skrifaði hann bók um skyldur blaðamanna sem vakti mikla athygli. Reynsla hans af borgarstyrjöldinni í Nepal hefur skerpt og á margan hátt breytt afstöðu hans til fréttamennsku og hlutverks blaðamanna. Kunda Dixit hefur skrifað um borgarstyrjöldina og gaf út þriggja bóka ljósmyndaverk um hana. Myndum og textum úr bókaröðinni var síðan stillt upp til sýningar í Museum of Peace í Kathmandu í Nepal, safni sem Kunda Dixit átti þátt í að stofna. Í bók sem kom út á þessu ári, Dateline Earth: Journalism As if the Planet Mattered, fjallar Dixit um viðhorf sín, aðferðir sínar og nálgun í fréttamennsku og hugsjónir.

Ísland hefur átt í innbyrðis átökum á liðnum árum. Þessi átök hafa verið og eru erfið þótt ekki séu þau háð með vopnum. Enn er óljóst hvort íslenskt samfélag þolir alla þá sundrungu sem átökunum fylgja. Kunda Dixit hefur áratugareynslu af blaðamennsku um áþekk viðfangsefni.

Fundarstjóri: Jón Guðni Kristjánsson, fréttamaður hjá RÚV.

Nánar um Kunda Dixit:

Kund Dixit útskrifaðist í blaðaamennsku frá Columbia Univeristy School of Journalism. Hann hefur einnig háskólabakgrunn í jarðfræði og fylgist náið með áhrifum lofstslagsbreytinga á jökla Himalæjafjalla, fallvötn og samfélög manna og þjóðfélagsleg átök sem tengjast loftslagsbreytingum og nýtingu vatns. Kunda er rit­ stjóri, blaðamaður, rithöfundur og útgefandi og hefur unnið bæði heima og erlendis, t.d. sem fréttamaður hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir breska ríkisútvarpið, BBC, en einnig fyrir Reuters, Time-Life og The Telegraph. Þá eru störf hans sem frumkvöðull að stofnun fréttastofuneta í Suður og Suðaustur Asíu athyglisverð þar sem hann vann ýmist sem ritstjóri eða framkvæmdastjóri og hefur þannig viðað að sér mikilli reynslu og þekkingu. Kunda Dixit hefur gefið út bækur um borgarstríðið í Nepal, blaðamennsku og umhverfismál. Hann er höfundur Dateline Earth: Journalism As if the Planet Mattered sem er kennslubók fyrir blaðmenn. Hann hefur einnig skrifað þrjár bækur um borgarastyrjöldina í Nepal: A People War, Never Again og People After War. Kunda Dixit er gestakennari við fjölmiðladeildina við Kathmandu­háskóla.

Sjá nánar í Nepali Times.

og Himal Southasian.

Ljósmynd af Nepali Times. Bráðnun: Imja Tso undir suðurhlíðum Lhotse, Ama Dablam í baksýn, er núna 2 km langt. Þarna var ekkert vatn fyrir 40 árum.

Birt:
8. nóvember 2010
Höfundur:
Irma Erlingsdóttir
Tilvitnun:
Irma Erlingsdóttir „Bráðnun jökla Himalayafjalla og blaða- og fréttamennska á átakatímum“, Náttúran.is: 8. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/22/bradnun-jokla-himalayafjalla/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. október 2010
breytt: 8. nóvember 2010

Skilaboð: