Þegar ég kom til Íslands í fyrsta sinn, fyrir 13 árum síðan, var ég hissa að sjá að þótt landið byggi yfir gríðarlegu magni af hreinni orku, sérstaklega miðað við mannfjölda, væri Ísland samt ekki skuldlaust og ríkasta landið í heimi. Ég fann svo svarið mjög fljótlega. Auðlindir , sérstaklega orkuauðlindir Íslands, voru notaðar einfaldlega sem pólitískt vopn og aðallega í þágu hagsmuna fárra. Íbúar á landsbyggðinni voru látnir svelta áratugum saman, settir í bið og látnir dreyma um að kosningaloforð Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna myndu einhvern tíma verða efnd. Landsvirkjun hefur verið mikilvægasta vopn hægrimanna og því miður ekki notað til að byggja upp hagkerfi Íslands, heldur til að auka pólitískt vald á kostnað almennings. Hér upplýsi ég mínar hugsjónir um hvernig Ísland getur, að mínu mati, styrkt hagkerfið sitt með að nota loksins auðlindir sínar á besta hugsanlegan hátt.    

Gamaldags hugsjónir  

Til að koma efnahagslífinu aftur af stað verðum við að markaðssetja auðlindir okkar á betri hátt en hefur verið gert hingað til og má í því nefna sölu á orku til álframleiðslu þar sem orkan hefur verið seld á alltof lágu verði. Landsvirkjun þénar vissulega mikinn pening en í raun og veru þó aðeins brot af því sem þeir gætu raunverulega þénað. Þess vegna er Landsvirkjun, mikilvægasta ríkisstofnun Íslands, illa skuldsett í dag og næstum gjaldýrota. Landsvirkjun hefur verið og er enný á óhæf og máttlaus stofnun sem hefur verið stjórnað af stjórnmálamönnum til að uppfylla gamaldags pólitískar hugsjónir. Landsvirkjun vill ekki ýta undir það að til landsins komi tugir fyrirtækja sem myndu jafnvel borga helmingi hærra raforkuverð en álfyrirtækin gera.

Álverð á Íslandi virkar letjandi á endurvinnslu

Í dag er mest af álframleiðslu heimsins notuð til að búa til dósir og í vopnaframleiðslu en minnihluti af framleiðslunni er notaður fyrir bíla- og flugvélaframleiðslu. Meira en helmingur alls áls sem framleitt er, er ekki endurunnið. Það þyrfti að endurvinna í það minnsta 80% af því áli sem framleitt er, til að við gætum raunverulega séð hvort þörf sé á meiri álframleiðslu í heiminum. Aðeins þá er rökrétt að framleiðsla haldi áfram. Hér ætla ég þó ekki að fara nánar út í hugmyndir um nýjungar sem gætu komið í stað áls. Staðreyndir segja að í dag er það Ísland sem kemur í veg fyrir aukna endurvinnslu áls, sökum lágs framleiðslukostnaðar hér á landi.

Það sem ég vil sjá sem fyrst er að almenningur sé upplýstur um raforkuverð. Það er mikilvægt að okkar hreina orka sé seld til fyrirtækja sem eiga sér örugga og bjarta framtíð, t.d hátæknifyrirtæki, sem og önnur fyrirtæki sem ýta undir sjálfbæra framleiðslu og efnahag. Átján ára hægristefna í orkumálum og iðnaði er líka orsök núverandi íslenskrar efnahagskreppu. 

Grænt efnahagskerfi

Ríkisstjórnin hefur þeim skyldum að gegna gagnvart íslensku þjóðinni að nýta þær auðlindir sem við búum yfir á sem bestan hátt. Hún hefur einnig þeim skyldum að gegna gagnvart alþjóðasamfélaginu að hjálpa til við að ýta undir nýtingu endurnýjanlegrar orku til þess að létta af þeim kvöðum sem þjóðir heims eru undir vegna stöðugrar notkunar jarðefnaeldsneytis. Hér má t.d. nefna sólarorku.

Vegna þessa þurfum við að laða til landsins hátæknifyrirtæki sem framleiða m.a. hluti í sólarorkusellur. Það er enn fremur skylda okkar gagnvart öllum þegnum Íslands að framleiðslu sé dreift jafnt um allt land. Í þessu tilfelli ég vill sjá að “Ný-Landsvirkjun” vinni fyrir íslenska þjóð með því að bjóða íslenska orku, sem þjóðin á með réttu, á réttlátu verði til hátæknifyrirtækja sem taka þátt í svokölluðu “grænu efnahagskerfi” eða í “afkolun í hagkerfinu”. Mig langar einnig að sjá töluverða efling lífræns landbúnaðar, t.d. 400 ha. gróðurhús. Þetta má meðal annars gera með því að bjóða íslenskum bændum, sem vilja auka framleiðslu lífrænna matvæla, ódýran jarðvarma.

Lífræn ræktun skapar störf

Kraftmikill landbúnaður er brýnt samfélags- og umhverfismál. Ekki síður á krepputímum en í góðæri. Þessi atvinnuvegur gegnir meðal annars því hlutverki að framleiða gæðamatvæli á viðráðanlegu verði.

Útflutningur hágæðalandbúnaðarvara til nágrannalandanna getur styrkt íslenskan efnahag og ekki bara tryggt fæðuöryggi á Íslandi. Í mörgum löndum er lífrænn landbúnaður  í dag yfir 10% af heildarlandbúnaði og fer vaxandi. Á Íslandi er vottaður lífrænn búskapur aðeins 1% af heildarframleiðslunni. Það ætti að vera okkar markmið að styðja við bakið á lífrænum landbúnaði í því markmiði að hlutfall hans hækki upp í 15%. Á sama tíma er efling lífrænnar ræktunar í gróðurhúsum mikilvægt atvinnutækifæri, sem getur skapað fleiri hundruð störf. Í dag er aðeins  2% af jarðvarma notaður til  landbúnaðar og ég tel að það ætti að vera okkar markmið að hækka það hlutfall  í  20%.

Birt:
15. apríl 2009
Höfundur:
René Biasone
Uppruni:
René Biasone
Tilvitnun:
René Biasone „Nýtum íslenskar auðlindir fyrir Ísland“, Náttúran.is: 15. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/15/ss-allt-efni-bjorns-halldorssonar/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. október 2010

Skilaboð: