Á Umhverfsiþingi dagana 18.-19. nóvember 2005 voru kynntar tillögur Umhverfisráðuneytisins um „Stefnumörkun um sjálfbæra þróun á Íslandi til ársins 2020“. Þar var einnig tilkynnt að íbúar landsins hefðu tækifæri á að kynna sér stefnumörkunina og gera tillögur um úrbætur þar að lútandi. Grasgudda vill benda á að frestur til að skila inn athugasemdum rennur út þann 15. janúar svo ekki er seinna vænna að setjast niður og skrifa umsögn beint á vef Umhverfisstofnunar ef við höfum einhverja skoðun á málunum. Tökum þátt í lýðræðinu! 

Birt:
12. janúar 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Enn er tækifæri til að taka þátt í stefnumörkun um sjálfbæra þróun!“, Náttúran.is: 12. janúar 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/taekifaeri_stefnumork/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 4. maí 2007

Skilaboð: