Sólmánuður heitir sá tími er sól gengur um krabbamerki. Hann byrjar á sólstöðum. Fyrst í honum fara menn á grasafjall. Um það leyti safna menn þeim jurtum, sem til lækninga eru ætlaðar. Lömb gelda menn nálægt Jónsmessu er færa frá viku seinna. Engi, sem maður vill tvíslá, sé nú slegið í 10. viku sumars. Vilji maður uppræta skóg skal það nú gjörast; þá vex hann ei aftur. Nú er hvannskurður bestur síðast í þessum mánuði.

Samantekt um tímabilið 20. júní - 20. maí. Úr ritinu „Atla“ eftir Björn Halldórsson í Sauðlauksal.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinstdóttir

Birt:
20. júní 2013
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Sólmánuður“, Náttúran.is: 20. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/20/20-jn-20-jl/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. júní 2007
breytt: 18. júní 2013

Skilaboð: