Samkvæmt manneldismarkmiðum er talið hæfilegt að 25-35% orkunnar í fæðunni komi úr fitu. Grunnbyggingareiningar fitu eru fitusýrur (f.s.) sem oft eru flokkaðar á þrennan hátt í mettaðar, einómettaðar og fjölómettaðar fitusýrur. Mettaðar f.s. eru hörð fita en hinir tveir flokkarnir mjúk fita.

Allar gefa þessar fitusýrur jafn margar hitaeiningar eða 7 í einu grammi fitu. Fitusýrur mynda fituefnið þríglþseríð sem er um 95% þeirrar fitu sem er í fæðu okkar og líkama. Helsti munur á mjúkri og harðri fitu er sá að mjúk fita inniheldur mikið af cis-ómettuðum f.s. sem ekki hækka kólesteról í blóði en hörð fita aftur á móti sem samanstendur af mettuðum f.s. eða trans –fitusýrum hækkar kólesteról í blóði og eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Fita gegnir ýmsum mikilvægum hlutverkum í líkama okkar og því óheppilegt að sniðganga hana að fullu en ástæða til að gæta hófs í neyslu og velja mjúka fitu sem mest umfram harða. Fitan er orkugjafi, henni fylgja fituleysanleg vítamín (A, D, E og K), veitir lífsnauðsynlegar fitusýru (línól- og línólensýrur), verndar líkamann gegn hitasveiflum og hefur áhrif á bragð matvæla.

Birt:
24. apríl 2007
Tilvitnun:
Ástríður Sigurðardóttir „Fita“, Náttúran.is: 24. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/24// [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. janúar 2008

Skilaboð: