Í tilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu segir að óskað hefði verið eftir því að Orkustofnun kalli inn nú þegar öll gögn frá Fjarðarárvirkjun og eftirlitsaðilum vegna hennar. Ráðuneytið vill jafnframt að fulltrúar stofnunarinnar verði þegar sendir á vettvang til að gera úttekt á stöðu framkvæmda. Þar á að kanna hvort, og þá hvernig, framkvæmdir hafi farið umfram heimildir. Ráðherra ætlar að fenginni úttekt Orkustofnunar að meta hvort ástæða sé til þess að afturkalla virkjunarleyfi Fjarðarárvirkjunar.
Í tilkynningunni segir jafnframt að þetta sé gert vegna alvarlegra ábendinga sem fram komi í umsögn Þórodds F. Þóroddsonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Skipulagsstofnunar, vegna framkvæmda við Fjarðarárvirkjun. Meta þurfi hverra úrbóta sé þörf við virkjunina. Orkustofnun getur fylgt kröfum sínum um úrbætur eftir með dagsektum sem nema 50.000 til 500.000 krónum á dag.

Íslensk orkuvirkjun ehf. stendur að framkvæmdunum og hefur frá upphafi kynnt framkvæmdir sem „vistvæna orkuvirkjun“ og kynna m.a. ljósmyndir á vef sínum sem eiga að sýna fram á að lítil sem engin útlitsröskun verði á fossum Fjarðarár.

Hjörleifur Guttormsson hefur í ræðu og riti lýst yfir vaný óknun á áætlum um virkjun Fjarðarár og krafðist þess m.a. að Fjarðarárvirkjun færi í nýtt umhverfismat. Aðstandendur virkjunarinnar voru að vonum mjög óánægðir með þessa kröfusetningu Hjörleifs og sögðu Hjörleif hafa lítið til síns máls enda sjálfur upphafsmaður meiriháttar umhverfisslysa fyrir austan. Því var notast áfram við umhverfismatið frá 2005 enda skoðun Íslenskrar orkjuvirkjunar og sveitarfélagsins að umhvefisröskun yrði mjög lítil og m.a yrði gamall vegur nýttur og tillit yrði tekið til árrennslis og umhverfisáhrifa allra við framkvæmdirnar.

Enda snýst málið núna ekki endilega um hvort að Íslensk orkuvirkjun sé starfi sínu vaxin e'a ekki heldur um verkstjórn og eftirlit með framkvæmdum verksins. Sveitarstjórnin telur sig eingöngu bera skilda til að annast byggingareftirlit með byggingu stöðvarhússins og kemur ekki að ákvörðunumSkipulagsstofnunar né Iðnaðarráðuneytisins við.

Einhves staðar er pottur brotinn í eftirlitskeðjunni og ætti þetta mál ásamt öllu klúðrinu með Múlavirkjun að koma skikki á leyfisveitingar og eftirli með minni virkjunum á landinu. 

Myndin er af vef Íslenskrar orkuvirkjunar.
Birt:
Aug. 7, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Íslensk orkuvirkjun í vanda - Fjarðarárvirkjun “, Náttúran.is: Aug. 7, 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/07/slensk-orkuvirkjun-vanda-fjararrvirkjun/ [Skoðað:June 5, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: