Stílar eru notaðir m.a. til þess að mýkja og græða slímhúð í endaþarmi. Þá eru notaðir stílar með græðandi jurtum, t.d. regnálmi, haugarfa, sigurskúfi eða hóffífli. Einnig eru stílar oft notaðir við gyllinæð og eru þá notaðir barkandi jurtir, t.d. ljónslappi og kornsúra, ásamt bólgueyðandi jurtum, s.s. víði.

Stíla má einnig nota við bólgu og særindum í leggöngum. Einfaldast er að gera stíla á þann hátt að fínmulið duft er búið til úr þeim jurtum sem nota á og hrært í heppilegt grunnefni til þess að binda duftið. Besta grunnefnið er kakósmjör sem auðvelt er að móta og það hefur einnig þann heppilegasta eiginleika að bráðna við líkamshita.

Heimastílar

Hitið kakósmjörið svo að auðvelt sé að hræra jurtaduftinu saman við það. Hellið blöndunni í stílamót sem má gera úr álpappir eða kælið hana svo að hægt sé að móta stílana í höndunum. Geymið stílana í mótunum eða í plasti í kæliskáp.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Stílar“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/stlar/ [Skoðað:24. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: