Ókeypis áfylling og bílastæði fyrir rafbíla
Grænt skref var stígið í samgöngumálum í Reykjavík í dag. Þeir sem hyggjast festa kaup á rafbílum geta nú fengið ókeypis áfyllingu á þremum stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Bankastræti og í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind. Orkuveitan hefur í samvinnu við borgina látið setja upp rafpósta þar sem hægt er að hlaða rafbíla. „Þetta er hvatning fyrir fyrirtæki og stofnanir í borginni til að fjárfesta í rafbílum,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfis- og samgönguráðs þegar hann kynnti orkupóstana ásamt Kjartani Magnússyni stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur. „Rafmagnið er framtíðin í bílasamgöngum og nú hafa ökumenn upplýst val á milli orkugjafa.“
Rafbíll er laus við útblástur koltvísýrings og annarra skaðlegra efna. Rekstrarkostnaður rafbíls er um það bil 20 þúsund krónur á ári en kostnaður við hefðbundinn smábíl er um það bil 100 þúsund kr.
Birt:
1. apríl 2008
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Ókeypis áfylling og bílastæði fyrir rafbíla “, Náttúran.is: 1. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/01/okeypis-afylling-og-bilastaeoi-fyrir-rafbila/ [Skoðað:23. febrúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.