Í bloggi á ejunni.is í dag fer Dofri Hermannsson myrkum orðum um stóriðjuáform á landinu. Í inngangi segir hann:

Lengi hefur verið ljóst að ekki er til næg orka í 360 þt álver í Helguvík. Það er m.a.s. mjög ótryggt að hægt sé að útvega orku í 180 þt álver eins og nú er verið að reyna að fjármagna en til þess þarf um 315 MW. Þeir sem hafa bent á þetta undanfarin misseri hafa verið hrópaðir niður líkt og þeir sérfræðingar sem bentu á vanda bankanna af fólki sem hefur haft hagsmuni af því að halda blekkingunni áfram. Enginn þessara hagsmunaaðila hefur þó getað sýnt fram á hvar á að taka orkuna. Skþring bæjarstjórans í Reykjanesbæ var sú að orkan kæmi ekki úr borholum heldur af raforkunetinu. Einmitt, og mjólkin kemur úr fernum.

Í Helguvík er um kapal að ræða sem gengur ekki upp. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að OR bþst ekki við svari um fjármögnun Helguvíkurálvers fyrr en á nýju ári en það sem ekki kemur þar fram er að nú í nóvember þarf OR að gefa Mishubishi lokasvar um kaup á 5 túrbínum sem áttu að fara í að klára Hellisheiðarvirkjun og gera nýja virkjun í Hverahlíð/Gráuhnjúkum.
Upphaflega voru pantaðar 7 túrbínur (þá var Bitruvirkjun líka á borðinu) en í fyrra samdi OR sig frá því að kaupa tvær. Það kostaði fyrirtækið 1,3 ma króna sem þó var vel sloppið miðað við að þurfa að kaupa þær án þess að hafa fyrir þær verkefni.

Sjá allt bloggið

Birt:
9. október 2009
Höfundur:
Dofri Hermannson
Tilvitnun:
Dofri Hermannson „Yfirvofandi stóriðjuhrun og Green New Deal“, Náttúran.is: 9. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/09/yfirvofandi-storiojuhrun-og-green-new-deal/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: