Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun boða til málstofu föstudaginn 14. september í tilefni af 20 ára afmæli Montrealbókunarinnar. Málþingið fer fram á Hótel Loftleiðum og stendur frá kl. 9:00 til 12:00. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Montrealbókunin um verndun ósonlagsins var undirrituð 16. september 1987 í Montreal í Kanada og hefur þessi dagur verið valinn „Dagur ósonlagsins“. Montrealbókunin er talin vera árangursríkasti alþjóðasamningur sem gerður hefur verið á sviði umhverfismála og hafa nær öll ríki heims staðfest hana. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun efna því nú til málþingsins til að meta árangur sem af bókuninni hefur hlotist og framtíðarhorfur.

Erindi:

  • Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra. „Aðgerðir stjórnvalda, stefna, árangur og horfur vegna ósoneyðingar“.
  • Gunnlaug Einarsdóttir, Umhverfisstofnun. „Eyðing ósonlagsins, Vínarsáttmálinn, Montrealbókunin og þróun reglna á Íslandi og í Evrópu“.
  • Ellen Mooney, húðlæknir. „Áhrif eyðingar ósonlagsins á húð fólks“.
  • Ársæll Arnarsson, augnlæknir. „Áhrif eyðingar ósonlagsins á sjó“.
  • Halldór Björnsson, veðurfræðingur. „Tenging milli ósonlags og loftslagsbreytinga“.
  • Sigrún Guðmundsdóttir, Umhverfisstofnun. „Varnir gegn skaðlegri sólgeislun“.
  • Helgi Guðmundsson, Öryggismiðstöðinni.
  • Jóhannes Kristófersson, Optimar.
Pallborðsumræður:
  • Sigurbjörg Sæmundsdóttir, umhverfisráðuneytinu.
  • Jón Hjaltalín Ólafsson, húðlæknir.
  • Bryndís Skúladóttir, Samtökum iðnaðarins.
  • Kjartan Ólafsson, varaformaður umhverfisnefndar Alþingis.
  • Álfheiður Ingadóttir, iðnaðarnefnd Alþingis.
  • Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, Landvernd.

Fundarstjórn: Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
13. september 2007
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Málstofa í tilefni af 20 ára afmæli Montrealbókunarinnar“, Náttúran.is: 13. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/13/mlstofa-tilefni-af-20-ra-afmli-montrealbkunarinnar/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: