Yung Chang (CAN) 2007 - 93 min.  Leikstjórinn myndarinnar „Up the Yangtze“ verður viðstaddur sýningu myndarinnar í Iðnó í dag!

Kapítalisminn hefur hafið innreið sína í hið kommúníska Kína. Stærsta stífla sögunnar, “Þriggja gljúfra stíflan” er um það bil að gjörbreyta hinu goðsagnakennda Yangtze fljóti. Fljótið hefur lengi verið talin eitt helsta náttúrundur Kína. Á bökkum hennar býr fjöldi fólks sem neyðist til að flytja burt áður en áin flæðir yfir heimili þeirra. Ein þeirra er hin unga Yu Shui. Hún neyðist til að fá sér vinnu á lúxussiglingabát sem siglir niður Yangtze ána með ferðamenn. Yu Shui er því að vinna fyrir það afl sem senn leggur heimili hennar í rúst. Í lúxussiglingum þessum mætast gamla og nýja Kína, enn hið nýja sem gerir allt til að þóknast ferðamönnum þar sem þeir færa Kína tekjur.
 
Yung Chang er kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem býr í Montreal. Foreldrar hans eru fyrstu kynslóðar innflytjendur frá Kína. Chang lærði kvikmyndaframleiðslu í Concordia háskólanum í Montreal. Hann er einnig útskrifaður úr Neighbourhood Playhouse School of the Theatre í New York. Undir áhrifum foreldra sinna hefur Chang mikinn áhuga á málefnum Kína samtímans.

Þú getur keypt á midi.is en myndin er sýnd í Iðnói kl. 17:30 í dag. Einnig sýnd í Norræna húsinu og Sambíóinu Selfossi.

Birt:
30. september 2008
Tilvitnun:
Ásgeir H. Ingólfsson „Upp Yangtze-fljótið - RIFF“, Náttúran.is: 30. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/30/upp-yangtze-fljotio-riff/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: