Vatnatilskipun Evrópusambandsins - Morgunverðarfundur
Umhverfisstofnun býður til opins morgunverðarfundar vegna innleiðingar á vatnatilskipun Evrópusambandsins þriðjudaginn 19. maí n.k. Húsið opnar kl. 8:00, fundurinn hefst 8:30 og stendur til 10:00. Fundurinn fer fram á Grand Hótel. Gestur fundarins er Roger Owen, vistfræðingur og starfsmaður Skosku umhverfisstofnunarinnar (SEPA) í Edinborg.
Roger Owen er hér í boði Umhverfisstofnunar og Veiðimálastofnunar og verður hann með kynningu fyrir vinnuhópa sem starfa við undirbúning innleiðingar vatnatilskipunarinnar mánudaginn 18. maí. Á morgunverðarfundinum mun Roger Owen halda erindi um hvaða leið Skotar og fóru við innleiðingu og upptöku vatnatilskipunarinnar, mannaflaþörf, árangur og vandamál sem upp koma og þarf að leysa. Hann mun að loknu erindi sínu svara fyrirspurnum gesta úr sal.
Þessi fundur er öllum opin sem áhuga hafa á innleiðingu vatnatilskipun ESB.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku á fundinn á netfangið ust@ust.is fyrir kl. 12:00 mánudaginn 18. maí n.k. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Vatnatilskipun Evrópusambandsins - Morgunverðarfundur “, Náttúran.is: 15. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/15/vatnatilskipun-evropusambandsins-morgunveroarfundu/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.