Málþing um stöðu og framtíð landbúnaðar og byggðar í sveitum verður haldið mánudaginn 14. september næstkomandi í Norræna húsinu í Reykjavík. Þar verða kynntar niðurstöður úr viðamiklu rannsóknaverkefni um þessi efni, „Litróf landbúnaðarins“, sem landfræðingar við Háskóla Íslands hafa unnið að undanfarið. Verkefnið hlaut afmælisstyrk Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins.

Á málþinginu verður fjallað um fjölþætta starfsemi til sveita og fjölþætt hlutverk landbúnaðar. Athygli verður beint að þeirri margvíslegu nýsköpun sem átt hefur sér stað í íslenskum sveitum og hugleitt hvert stefni á næstu árum.

Dagskrá:

9:30 Setning málþings

9:35 Jón Bjarnason, landbúnaðarráðherra, flytur ávarp

9:50 Hilkka Vihinen, prófessor við MTT í Finnlandi: Agricultural and rural policies in times of multifunctionality

10:30 Kaffi

10:50 Anna Karlsdóttir, Karl Benediktson og Magnfríður Júlíusdóttir, land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands, kynna niðurstöður rannsóknarverkefnisins Litróf landbúnaðarins

12:20 Hádegi

13:30 Rþnt í niðurstöður verkefnisins frá ýmsum hliðum:

  • Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir, nýsköpunarfulltrúi Bændasamtaka Íslands
  • Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Daði Már Kristófersson, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.
  • Hjördís Sigursteinsdóttir, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri
  • Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri
  • Hlín C.M. Jóhannesdóttir, aðjúnkt við Háskólann á Hólum

14:45 Almennar fyrirspurnir og umræður með þátttöku rannsóknarhóps, panels og gesta á málþinginu

15:30 Léttar veitingar, bændur kynna eigin framleiðslu.

Fundarstjóri verður Bjarni Guðmundsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Vinsamlegast skráið þátttöku hjá starfsmönnum verkefnisins, Ingu Elísabet
Vésteinsdóttur iev1@hi.is eða Sigfúsi Steingrímssyni sis49@hi.is.
Hægt er að fá léttan hádegisverð á veitingastaðnum DILL.
Málþingið er öllum opið!

 

Mynd af forsíðu ritsins Litróf landbúnaðarins.

 

Birt:
10. september 2009
Höfundur:
Anna Karlsdóttir
Tilvitnun:
Anna Karlsdóttir „Málþing um Litróf landbúnaðarins“, Náttúran.is: 10. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/10/malthing-um-litrof-landbunaoarins/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: