Landbúnaðarháskóli Íslands tekur nú þátt í Evrópuverkefninu Oats; Organic Agricultural Tourism. Í verkefnisstjórn sitja Ragnhildur Sigurðardóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ásdís Helga Bjarnadóttir. Verkefninu er ætlað að styðja við lífrænan landbúnað og umhverfisvæna ferðaþjónustu og auka menntunartækifæri á þessu sviði. Þátttakendur koma frá Ítalíu, Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Þýskalandi og Danmörku auk Íslands.

Verkefnið byrjaði 1.október 2008 og því líkur 30. september 2010. Það er styrkt af Leonardo; starfsmenntunarsjóði Evrópusambandsins. Í þessum mánuði hefst þriggja vikna kynningarnámskeið um lífrænan landbúnað og umhverfisvæna ferðaþjónustu. Fjarkennslubúnaður LbhÍ verður notaður til verksins. Þá er unnið að gerð heimasíðu. Á vormánuðum verða nokkrir íslenskir fyrirmyndarstaðir á þessu sviði heimsóttir og kynntir og næsta haust verður boðið upp á áfanga í lífrænum landbúnaði. Afurðir verkefnisins á evrópska vísu verða sameiginleg heimasíða, námskeið og handbók.

Sjá nánar um nám og námskeið á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands á vefnum lbhi.is og frekari upplýsingar hjá Ragnhildi Sigurðardóttur ragnhildurs@lbhi.is.

Birt:
9. mars 2009
Tilvitnun:
Landbúnaðarháskóli Íslands „Lífrænnn landbúnaður og umhverfisvæn ferðaþjónusta“, Náttúran.is: 9. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/09/lifraennn-landbunaour-og-umhverfisvaen-feroathjonu/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: