H-Dagurinn er í dag!
Hugmyndaráðuneytið, Uppspretta, Hönnunarmiðstöð og Innovit standa fyrir H-deginum. Gestum gefst kostur á að kynna hugmyndir sínar í 3 mínútur og fá skoðanir og álit áhorfenda í sal. Létt og skemmtileg samkoma þar sem markmiðið er að aðstoða fólk við að láta hugmyndir verða að veruleika.
H-dagurinn er viðburður fyrir hugsuði, sprotafyrirtæki, frumkvöðla eða fólk með stóra drauma. Það skiptir ekki máli hvort hugmynd þín er fullmótuð eða bara á byrjunarstigi. Okkur langar að heyra um hana og deila með þér hugmyndum.
Endilega hafðu samband ef þig langar að taka þátt og vilt fá meiri upplýsingar: bjork@uppspretta.is
Dagskrá:
20:00 Opnun
20:20 Opin Nýsköpun: Kynning frá Hjálmari Gísla í DataMarket
20:35 Hefjum hugsprettu hugmynda!
H-Dagurinn er hluti af dagskrá Alþjóðlegrar athafnaviku á Íslandi. Sjá H-Daginn á Facebook.
Birt:
Tilvitnun:
NA „H-Dagurinn er í dag!“, Náttúran.is: 18. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/18/h-dagurinn-er-i-dag/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.