Ríkisstyrkt stóriðja?
Skýrsla um opinberan stuðning við stóriðju
Atvinnulífshópur Framtíðarlandsins hefur sent frá sér skýrslu um opinberan stuðning við stóriðju. Í atvinnulífshópi Framtíðarlandsins starfa hagfræðingar og verkfræðingar.
Stuðningur hins opinbera við stóriðju er með ýmsu móti svo sem í formi ríkisábyrgðar á lánun til virkjanaframkvæmda og skattaívilnana til stóriðjufyrirtækja. Einnig hafa stóriðjufyrirtæki fengið úthlutað útblásturskvótum endurgjaldslaust.
Í skýrslunni er leitast við að meta verðmæti þessa stuðnings. Ennfremur er fjallað um hagkvæmni virkjana fyrir stóriðju og tiplað er á áhrifum slíkra framkvæmda á efnahagslífið - bæði á þeim stöðum þar sem framkvæmdirnar fara fram sem og á hagkerfið í heild sinni.
Staðbundin áhrif eða ölluheldur byggðasjónarmið hafa oft verið notuð til að réttlæta fjárfestingu í orkufrekri stóriðju. Álver er vissulega umfangsmikill atvinnurekandi og greiðir tiltölulega góð laun. Reynslan m.a. frá Bandaríkjunum hefur hins vegar sýnt að starfsemi álvera hefur aðeins spornað gegn óhagstæðri byggðaþróun í strjálbýli þar sem þau eru rekin en hefur ekki megnað að snúa þróuninni við.
Niðurstaða skýrslunnar er sú að fjárfesting í orkuverum fyrir stóriðju með núverandi ríkisaðstoð er langt frá því að vera hagkvæm leið til uppbyggingar atvinnulífs hér á landi.
Birt:
Tilvitnun:
Framtíðarlandið „Ríkisstyrkt stóriðja?“, Náttúran.is: 16. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/16/rikisstyrkt-storioja/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. júlí 2008