Alþjóðlegi salernisdagurinn var þann 19. nóvember
Samkvæmt vefsíðunni WTD “hafa 2,5 milljarðar manna í heiminum ekki aðgang að góðri hreinlætisaðstöðu sem veldur miklum heilbrigðisvandamálum og hefur þær afleiðingar að 1, 8 milljón manna látast árlega, aðallega börn.” og “tilfellið er að meira að segja ríkustu þjóðir heims eiga við salernisvandamál að stríða – allt frá skítugum almenningssalernum að frárennslum sem menga umhverfi okkar.”
Lestu það sem hér á eftir fer, þá munt þú verða þakklátur fyrir að hafa aðgang að góðu salerni og fyrir það að búa í landi þar sem salernismál eru í góðu lagi:
Heimsókn á salerni í West Point (hverfi í Monróvíu í Líberíu) kostar 2,5 cent; ungi maðurinn sem sér um aðstöðuna segir að daglega séu um 500 notendur. Lyktina er hægt að finna í 50 metra fjarlægð. Gólfið á salernunum er þakið dagblaðapappír sem gestir nota til að hreinsa á sér hið allra heilagasta. Starfsfólkið notar hanska til að setja pappírinn í hjólbörur sem er síðan sturtað úr í næstu á eða í sjóinn við ströndina.
„Ástandið er bara að versna hérna” segir Darius Nyante sem er baráttumaður fyrir bættum aðstæðum í samfélaginu, „fólkinu fjölgar en salernum ekki, fólk gengur örna sinna á milli húsa – ástandið er verulega slæmt.”
Að þessum lestri loknum veltir maður fyrir sér hvort ekki sé orðið tímabært að bæta heiminn með breytttum áherslum og hljómar ekki Alþjóðlegi dagur salernisins bara nokkuð vel svona til að byrja með?
Mynd fengin að láni úr upphaflegu greininni á Treehugger (flickr, recubejim's photostream)
Birt:
Tilvitnun:
Magnús Matthíasson „Alþjóðlegi salernisdagurinn var þann 19. nóvember“, Náttúran.is: 24. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/24/althjoolegi-dagur-salernisins-var-thann-19-novembe/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.