Fyrirlestur í Fuglavernd
Malaví liggur á 13. gráðu suðlægrar breiddar og 34. gráðu austlægrar lengdar. Landið er 118.480 ferkm en þar af er Malavívatn tæpur fjórðungur. Malavar eru um 13 milljónir og stunda flestir sjálfsþurftarbúskap.
Um 650 fuglategundir hafa sést í Malaví og af þeim eru 489 taldar staðfuglar, hvar 445 hafa fundist verpandi. Farfuglar innan Afríku eru 84 (53 af þeim hafa fundist verpandi) og 11 afrískir eða pantrópískir flækingar hafa sést. 94 tegundir eru farfuglar frá gamla heiminum og þar af 60 sem dvelja vetrarlangt. Ýmsar hættur steðja að Malavískum fuglum svo sem búsvæðaeyðing og veiðar.
Fimm þjóðgarðar eru í Malaví og fjögur friðlönd sem þekja um 11% af landinu. Hluti af Malavívatni er á Heimsminjaskrá UNESCO og Chilwavatn er Ramsar svæði. Mulanje fjallaklasinn ný tur einnig verndar auk 37 skógarsvæða.
Í fyrirlestrinum mun Skarphéðinn aðallega fjalla um fólkið og fuglana í Chirombo sem er þorp á strönd Malawívatns.
Fyrirlesturinn hefst föstudaginn 23. febrúar kl. 20.30, í salnum Bratta í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð. Aðgangur er öllum heimill og er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en kostar annars 200 kr.
-
Fréttatilkynning frá Fuglavernd. Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fyrirlestur í Fuglavernd“, Náttúran.is: 23. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/fyrirlestur_fuglavernd/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 29. apríl 2007