Þjóðarfuglinn - 7. tillaga
Náttúran bað fuglafræðinginn- og ljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson að koma með tillögur og leggja til myndir af þeim fuglum sem hann teldi líklegasta sem þjóðarfugla. Hann valdi ellefu fugla og hér kemur sjöundi kandidatinn sem er skógarþröstur en tekið skal fram að kynningarröðin er algeraleg óhlutdræg og valin af handahófi af ritsjóra. Náttúran.is mun síðan kynna fuglana koll af kolli og öllum er frjálst að leggja orði í belg, leggja til nýja fugla eða koma með rök fyrir því að þeir fuglar sem hér verða kynntir til leiks eigi „ekki“ eða „eigi“ að vera valdir þjóðarfuglar.
Líta má á þessa kynningu sem æfingu fyrir stóru keppnina sem að Náttúran leggur til að Fuglaverndarfélag Íslands standi sjálft fyrir.
Myndin er af skógarþresti. Ljósmynd: ©Jóhann Óli Hilmarsson
Sjá vef Fuglaverndarfélags Íslands.
Sjá nánar um skógarþröstinn á fuglavef Námsgagnastofnunar.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þjóðarfuglinn - 7. tillaga“, Náttúran.is: 15. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/15/jarfuglinn-7-tillaga/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. júní 2007