Global Humanitarian Forum (vettvangur hnattvænnar mannúðar), stofnun sem fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, Kofi Annan hvatti til, hefur sent frá sér skýrslu þar sem áætlað er að um 300.000 manns farist árlega vegna loftslagsbreytinga af manna völdum. Þessi tala muni hækka í 500.000 fyrir árið 2030 eða á næstu 20 árum. Auk þess muni breytingar á veðurfari hafa alvarleg áhrif á hundruð miljóna manns víða um heim. Um þessar mundir er undirbúningur vegna Kaupmannahafnarráðstefnunnar í fullum gangi og vonast er til að þar verði gerðar samþykktir sem taka við og kveða skýrar á en bókanir frá Kyoto sem renna út 2012. Víða um heim má sjá hörmulegar afleiðingar loftslagsbreytinganna og áhrif á landsvæði, gróðurfar, dýralíf, menningu og að sjálfssögðu efnahag. Oftar en ekki verða lönd sem byggja afkomu sína af atvinnuvegum sem tengjast tíðarfari verst fyrir barðinu á þessum áhrifum. Þessi lönd eru iðulega fátæk vegna stöðu sinnar neðst í fæðukeðju efnahags-pþramídans og illa í stakk búin að bregðast við með nokkrum hætti. Það hlýtur að teljast skylda iðnríkjanna og þeirra sem hafa borðið meira úr bþtum í heimsskipulagi síðust árhundraða. Á heimasíðu GHF má sjá þetta myndband hér að neðan og skýrsluna sjálfa hér.


Birt:
3. júní 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Áhrif loftslagsbreytinga á mannkynið“, Náttúran.is: 3. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/03/ahrif-loftslagsbreytinga-mannkynio/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: