Svanurinn tryggir öryggið
Auðvelt er að finna barnasjampó sem er laust við efni sem skaðað geta umhverfi og heilsu. Í könnun, sem danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) gerði á dögunum, reyndust 8 af 15 vörutegundum til þessara nota lausar við slík efni. Af þessum 8 vörutegundum voru 7 vottaðar með Norræna svaninum.
Lesið frétt á heimasíðu IMS 8. janúar sl.
Sjá Svansmerkt fyrirtæki á Íslandi, fyrirtæki sem selja Svansmerktar vörur og lesefni um Svaninn hér á Grænum siðum.
Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að fá Svansvottun veitir umboðsaðili Svansins hér á landi Umhverfisstofnun.
Birt:
12. janúar 2009
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Svanurinn tryggir öryggið“, Náttúran.is: 12. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/12/svanurinn-tryggir-oryggio/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.