Nám á háskólastigi í umhverfisfræðum á Sólheimum
Næsta haust mun hefjast nám í umhverfisfræðum á háskólastigi á Sólheimum í samstarfi við bandarísku samtökin CELL. Umsjón með náminu er í höndum Sesseljuhúss. Það voru forsprakkar samtakanna sem höfðu samband við Sólheima og föluðust eftir samstarfi. CELL stendur fyrir "Center for Ecological Learning and Living" og bjóða upp á svokölluð "Study Abroad Program’ en þá gefst bandarískum stúdentum tækifæri að fara út í heim að læra og upplifa og er það metið til háskólaeininga sem nýtast í áframhaldandi háskólanámi eftir að heim er komið.
Þrettán nemendur og starfsfólk samtakanna munu koma til Sólheima og dvelja hér í 12 vikur. Námið mun byggjast á bóklegu námi, umhverfisverkefnum sem unnin eru á svæðinu og vettvangsferðum um landið til að kynnast umhverfismálum á Íslandi sem og landi og þjóð.
Af sesseljuhus.is.
Þrettán nemendur og starfsfólk samtakanna munu koma til Sólheima og dvelja hér í 12 vikur. Námið mun byggjast á bóklegu námi, umhverfisverkefnum sem unnin eru á svæðinu og vettvangsferðum um landið til að kynnast umhverfismálum á Íslandi sem og landi og þjóð.
Af sesseljuhus.is.
Birt:
21. júní 2007
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Nám á háskólastigi í umhverfisfræðum á Sólheimum“, Náttúran.is: 21. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/nm-hsklastigi-umhverfisfrum-slheimum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. janúar 2008