Umhverfisráðherra skipar nýjan forstjóra Umhverfisstofnunar
Umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa Kristínu Lindu Árnadóttur sem forstjóra Umhverfisstofnunar til næstu fimm ára. Kristín hefur starfað sem lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun frá 1. september 2007 og gegnir nú starfi sviðsstjóra lögfræði- og stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og er staðgengill forstjóra.
Kristín Linda lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998, meistaranámi í umhverfisfræðum frá Háskólanum í Lundi árið 2002 og meistaragráðu í Evrópurétti við lagadeild Háskólans í Lundi árið 2003. Hún starfaði sem lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu frá 1998 til 2007.
Kristín Linda mun taka til starfa sem forstjóri Umhverfisstofnunar 18. febrúar næstkomandi.
Umsóknarfrestur um stöðuna var til 10. janúar síðastliðinn og voru 23 umsækjendur um starfið. Myndin er af Kristínu Lindu Árnasóttur.
Kristín Linda lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998, meistaranámi í umhverfisfræðum frá Háskólanum í Lundi árið 2002 og meistaragráðu í Evrópurétti við lagadeild Háskólans í Lundi árið 2003. Hún starfaði sem lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu frá 1998 til 2007.
Kristín Linda mun taka til starfa sem forstjóri Umhverfisstofnunar 18. febrúar næstkomandi.
Umsóknarfrestur um stöðuna var til 10. janúar síðastliðinn og voru 23 umsækjendur um starfið. Myndin er af Kristínu Lindu Árnasóttur.
Birt:
5. febrúar 2008
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Umhverfisráðherra skipar nýjan forstjóra Umhverfisstofnunar“, Náttúran.is: 5. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/05/umhverfisraoherra-skipar-nyjan-forstjori-umhverfis/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. janúar 2011