Hollenska skútan „Noorderlicht“ sem Cape Farewell hópurinn siglir á, kom til Akureyrarhafnar í gær. Loftslagsbreytingarnar knúðu David Buckland til að að hrinda af stað verkefni sem felst í því að efna til leiðangra til norðurslóða og vekja athygli á og skapa list í kringum hlýnun jarðar.

Í raun er um þrjá leiðangra er að ræða þar sem vísindamenn, listamenn og kennarar koma saman til að vinna úr reynslu sinni af því að horfast í augu við afleiðingar loftslagsbreytinganna. Hóparnir hafa ferðast um Svalbarða og Grænland en lagt var upp í fyrstu ferðina þ. 9. september en síðustu ferðinni lýkur í dag.

Sjá vef capefarewell.

Birt:
9. október 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „List og loftslagsbreytingar - Cape Farewell“, Náttúran.is: 9. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/08/list-og-loftslagsbreytingar-cape-farewell/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. október 2007
breytt: 9. október 2007

Skilaboð: