Ríkisstjórn Írlands hefur ákveðið að banna ræktun á erfðabreyttum plöntum. Jafnframt hefur verið ákveðið að heimilt verði að merkja matvörur sem ekki eru erfðabreyttar né innihalda erfðabreytt hráefni að hluta með sérstöku merki, sjá hér að neðan. Þetta á meðal annars við um kjöt, egg, fisk og mjólkurafurðir.

Þessar fréttir vekja athygli. Á sama tíma og írsk stjórnvöld taka þessa ákvörðun liggur fyrir leyfi íslenskra yfirvalda um að heimila útiræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi. Ákvörðunin um þessa heimild var tekin af Umhverfisstofnun sl. sumar en nokkur félagasamtök, þar á meðal Neytendasamtökin, hafa kært þessa ákvörðun til umhverfisráðherra. Beðið er eftir niðurstöðu umhverfisráðherra.

Sjá nánar fréttatilkynningu(PDF) um ákvörðun írsku ríkisstjórnarinnar (á ensku).

Birt:
14. október 2009
Höfundur:
Neytendasamtökin
Tilvitnun:
Neytendasamtökin „Írar banna erfðabreytta ræktun“, Náttúran.is: 14. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/14/irar-banna-erfoabreytta-raektun/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: