Markmið Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir að loftslag á jörðinni hlýni meira en um 2°C á næstu árum er að líkindum ekki tæknilega framkvæmanlegt.

Sérfræðingar hjá Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) segja slíkt markmið erfiðara en ESB haldi fram. Þó svo pólitískur vilji sé fyrir hendi þá ráða menn ekki yfir nægilega fullkominn tækni svo hægt sé að skipta út mengandi orkugjöfum í náinni framtíð.

Það kostar gríðarlegar upphæðir að berjast gegn hlýnun jarðar og ríki verða að standa saman í baráttunni svo hún gangi.

Samkvæmt loftslagsráði Sameinuðu Þjóðanna þá munu hundruðir milljóna manna þurfa að þola skort á drykkjarvatni ef hitastig í í lofthjúpnum hækkar um 3°C.

Reuters greindi frá þessu.. Mynd: AFP
Birt:
7. nóvember 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Barátta ESB við hlýnun jarðar strembin“, Náttúran.is: 7. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/07/baratta-esb-vio-hlynun-jaroar-strembin/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: