Orð dagsins 1. september 2009

Hafnaryfirvöld í Vancouver í Kanada hafa komið upp búnaði til landtengingar fyrir skemmtiferðaskip, þannig að þau geti fengið rafmagn úr landi í stað þess að hafa díselvélar sínar í gangi á meðan þau liggja við bryggju. Þetta er fyrsti landtengingarbúnaður sinnar tegundar í Kanada og aðeins sá þriðji í heiminum. Með landtengingu er dregið mjög úr olíunotkun og þar með loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda, svo fremi sem rafmagnið kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag.

Mynd: Skemmtiferðaskip i Djúpavogi af hornafjordur.is.

Birt:
1. september 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Skemmtiferðaskip tengd rafmagni í landi“, Náttúran.is: 1. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/01/skemmtiferoaskip-tengd-rafmagni-i-landi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: