Samkvæmt upplýsingum frá Vatnamælingum Orkustofnunar er hlaup hafið í Skaftá og var rennsli hennar við Sveinstind um 280 m3/sek í morgun, sunnudaginn 10. ágúst. Fólki er ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum Skaftár vegna brennisteinsmengunar frá ánni. Upptök Skaftár eru úr Skaftárjökli í Vatnajökli austan við Langasjó. Ef verulega vex í ánni er hætta á að vatn flæði yfir veginn við Hólaskjól rétt við Eldgjá á Nyrðra fjallabaki. Náið er fylgst með framgangi hlaupsins.
Birt:
10. ágúst 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hlaup hafið í Skaftá“, Náttúran.is: 10. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/10/hlaup-i-skafta-er-hafio/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: