Afdrif olíunnar í tönkum flutningaskipsins Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes þann 20. 12. 2006 er nú loks ljós. Nokkrir tugir tonna velkjast nú í sjógangnum úti fyrir landi og á ströndinni. Umhverfisstofnun hefur af fremsta megni unnið að því að dæla olíu í tankbíla í landi og hefur nú bjargað 95 tonnum úr tönkum skipsins, sem telja má mikið happ. Slys af þessu tagi hefur ávallt mikil áhrif á umhverfið, þá sérstaklega á dýralífið, fugla og fiska. Að segja að „hættan á umhverfisslysi sé liðin hjá“ er þó kannski ekki alveg viðeigandi þar sem tugir tonna af olíu hafa nú þegar ratað í sjóinn, sem verður að teljast til umhverfisslyss.

Virt ráðgjafafyrirtæki, Det Norske Veritas, lagði til fyrir 8 árum síðan, að vegna strandhættu, yrði siglingum stærri skipa bannað á svæðinu sem Wilson Muuga strandaði á á dögunum. Fulltrúar Siglingastofnunar lögðu á sínum tíma til að farið yrði að ráðum ráðgjafafyrirtækisins og skipaleið færð lengra frá ströndinni við Reykjanesskaga. 6 ár eru síðan að skýrslunni var skilað til Samgönguráðuneytisins en þar sem siglingaleiðin myndi lengjast um rúmlega 3% með tilheyrandi „aukakostnaði“ við hverja sjóferð, hefur ekki verið samstaða í nefnd á vegum ráðuneytisins um að fara að ráði Det Norske Veritas og banna siglingar svo nærri strandlengju Reykjanessskaga.
-
Myndin er af vef UST. Sjá grein um dælinguna úr Wilson Muuga á vef UST

Birt:
29. desember 2006
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Svartolía og dísilolía úr tönkum Wilson Muuga endaði að hluta til í sjónum“, Náttúran.is: 29. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/svartolia_wilsonmuuga/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007

Skilaboð: