Opnuð hefur verið vefsíða til að safna undirskriftum svo krefjast megi kosninga til Alþingis hið fyrsta.

Í fréttatilkynningunni segir „að á undangengnum vikum hafa aðstæður í íslensku þjóðlífi breyst svo verulega að allar forsendur sitjandi Alþingis séu brostnar. Það hljóti því að vera krafa þjóðarinnar að kosið verði að nýju til Alþingis svo nýtt þing og ríkisstjórn hafi skýrt umboð til að takast á við uppbyggingu og björgun heimila, fyrirtækja og verðmæta.“

Slóðin er kjósa.is

Mynd af Google, lægð við Ísland.

Birt:
28. október 2008
Tilvitnun:
Aðstandendur kjósa.is „Kjósa.is - fyrir þá sem vilja kjósa“, Náttúran.is: 28. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/28/kjosa-fyrir-tha-sem-vilja-kjosa/ [Skoðað:18. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: