Dregur úr óflokkuðu heimilissorpi
Minna magn af óflokkuðu heimilissorpi mældist í tunnum borgarbúa árið 2007 heldur en 2006. „Þetta eru tíðindi því magnið hefur aukist ár frá ári þangað til núna,“ segir Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Skrifstofu neyslu og úrgangs á Umhverfissviði Reykjavíkur.
Árið 2006 var heildarmagn á blönduðu (óflokkuðu) sorpi úr heimilistunnunum 27.186.420 kg en árið 2007 var það 27.135.573 kg. Óflokkað heimilissorp hefur því dregist saman um 50.000 kg (um 0,2%). Íbúafjöldi í Reykjavík var 116.446 þann 1. des. árið 2006 en 117.721 þann 1. des. árið 2007. Íbúunum hefur því fjölgað um 1.275 í borginni eða 1,1%. Sorpmagn hvers íbúa hefur því minnkað úr 233 kg á íbúa í 231 kg á íbúa á ári sem er um 1% minnkun.
Minnkunin er ekki veruleg en ef horft er til þess að magnið hefur aukist jafnt og þétt milli ára og að ekki hefur dregið úr neyslu almennings telst þetta góður árangur. „Ég tel helstu ástæðu þessa samdráttar felast í aukinni flokkun borgarbúa og skilum á endurvinnslustöðvar og í grenndargáma,“ segir Guðmundur og nefnir einnig vinsældir Endurvinnslustunnunnar og Bláu tunnunnar. Hann segir að aukning á magni á flokkuðum úrgangi fyrir allt árið 2007 hafi enn ekki verið reiknuð þar sem tölurnar liggi ekki fyrir en tölur hvers mánaðar gefa vísbendingu um aukningu.
Árið 2006 var heildarmagn á blönduðu (óflokkuðu) sorpi úr heimilistunnunum 27.186.420 kg en árið 2007 var það 27.135.573 kg. Óflokkað heimilissorp hefur því dregist saman um 50.000 kg (um 0,2%). Íbúafjöldi í Reykjavík var 116.446 þann 1. des. árið 2006 en 117.721 þann 1. des. árið 2007. Íbúunum hefur því fjölgað um 1.275 í borginni eða 1,1%. Sorpmagn hvers íbúa hefur því minnkað úr 233 kg á íbúa í 231 kg á íbúa á ári sem er um 1% minnkun.
Minnkunin er ekki veruleg en ef horft er til þess að magnið hefur aukist jafnt og þétt milli ára og að ekki hefur dregið úr neyslu almennings telst þetta góður árangur. „Ég tel helstu ástæðu þessa samdráttar felast í aukinni flokkun borgarbúa og skilum á endurvinnslustöðvar og í grenndargáma,“ segir Guðmundur og nefnir einnig vinsældir Endurvinnslustunnunnar og Bláu tunnunnar. Hann segir að aukning á magni á flokkuðum úrgangi fyrir allt árið 2007 hafi enn ekki verið reiknuð þar sem tölurnar liggi ekki fyrir en tölur hvers mánaðar gefa vísbendingu um aukningu.
Birt:
15. janúar 2008
Tilvitnun:
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar „Dregur úr óflokkuðu heimilissorpi“, Náttúran.is: 15. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/15/dregur-ur-oflokkuou-heimilissorpi/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.