Að loknum aðalfundi Græna netsins laugardaginn 12. júní segir Vilhjálmur Þorsteinsson frá störfum nefndar sem undanfarna mánuði hefur unnið að orkustefnu fyrir íslensk stjórnvöld. Umhverfissinnar haf lengi kallað eftir skýrri stefnumörkun í þessum efnum – hvað skuli virkja mikið, til hvers, hvernig og miðað við hvaða kjör. Sé skynsamlega að verki staðið gæti héðan legið ein leiðin til einhverskonar sátta um nýtingu auðlinda á landinu – en kannski er þetta bara enn ein skýjaborgin úr stóriðjulobbíinu? – Vel má einnig vera að umræðan á fundinum beinist að gagnveri Verne-fyrirtækisins í Reykjanesbæ og fleiri ámóta orkukostum, en Vilhjálmur er stjórnarformaður Verne.

Fundurinn um orkustefnuna hefst á Sólon, Bankastræti, Reykjavík, uppúr kl. 11.30 á laugardagsmorgun.

Allir velkomnir.

Birt:
10. júní 2010
Höfundur:
Mörður Árnason
Tilvitnun:
Mörður Árnason „Orkustefna – leið til sátta?“, Náttúran.is: 10. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/10/orkustefna-leid-til-satta/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: