Landsvirkjun hefur nú beðið Daníel Magnússon kúabónda á Akbraut í Holta- og Landsveit um að flytja bú sitt, því þeir þurfi að fara að virkja þarna í Þjórsá! Daníel, sem búið hefur þarna batnandi búi alla sína tíð og á sumar nytjahæstu kþr á landinu, nánast sendi út neyðarkall í viðtalinu og spurði af hverju öll náttúruverndarfélög landins fjösuðu eilíft um Kárahnjúka í óbyggðum meðan unnið væri að undirbúningi þess að sökkva landi á góðum bújörðum í fullum rekstri.

Sömu sögu segja margir í Holtum og tala um að Landsvirkjun vaði yfir þá á skítugum skónum. Öðrum finnst þetta hið besta mál. Urriðafoss mun að mestu hverfa og þrjú ný lón munu þekja mun stærra landsvæði upphaflega var kynnt. Orkan sem áætlað er að framleiða úr 3 nýjum virkjunum við Þjórsá yrði notuð fyrir „hugsanlega stækkun“ Álversins í Straumsvík. Daníel Magnússyni verður því vart hent af jörð sinni fyrr en álversstækkunin hefur fengið blessun bæjarfélags Hafnarfjarðar.


 

Birt:
9. nóvember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sökkva á meira landi en áður var áformað - Þjórsárvirkjanir“, Náttúran.is: 9. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/sokkva_meira/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 2. maí 2007

Skilaboð: