Föstudaginn 5. febrúar verður málþingið Kyn og loftslagsbreytingar haldið í Háskóla Íslands, stofu 101 Lögbergi, kl. 14.:0-16:45. Samstarfsaðilar um málþingið eru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, EDDA - öndvegissetur, Jafnréttisstofa og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Sjá nánar á heimasíðu RIKK.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun flytja ávarp við upphaf málþingsins, en hún tók við verðlaunum fyrir Íslands hönd á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, þar sem Ísland var heiðrað fyrir að halda kynjasjónarmiðum á lofti í samningaviðræðum um loftslagssamning.

Ljósmynd: Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í pontu á Lofslagsráðstefnunni í des. sl. Umhverfisráðuneytið.

Birt:
4. febrúar 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Kyn og loftslagsbreytingar - Málþing í HÍ“, Náttúran.is: 4. febrúar 2010 URL: http://nature.is/d/2010/02/04/kyn-og-loftslagsbreytingar-malthing-i-hi/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. febrúar 2010

Skilaboð: