Gormánuður tekur nafn af slátrun fénaðar. Með honum kemur vetur og um það leyti gengur sól í sporðdrekamerki.

Allt hvað ónýtist af jurtatagi í görðum gefist nú nautum, helst kálfum. (Eða setjist í safnhaug). Nú má planta villivexti svo sem birki, víði, reyni, hvönn, netlu etc. Líka skal nú búa um jurtir þær, sem úti eiga að standa um vetur, svo sem laukar, piparrætur etc. Gjörist það vel með því að bera hrátt nýtt þang að þeim. En sé þær plantaðar að hausti þá verður þar að auki að bera mold eða torf ofan yfir þær, annars spýjast þær upp úr klakanum og deyja. Nú má sá persille og persillerótum, lauk, gulum rótum, pastínakka, þekja sáðreitinn með úthverfu torfi og nýrri heitri mykju ofan yfir, kemur upp að vori ef þá er opnað er hlýtt veður er komið.

Birt:
27. október 2013
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Gormánuður - 20. október – 20. nóvember“, Náttúran.is: 27. október 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/21/20-oktber-20-nvember/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. apríl 2007
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: