Skolpmengun í fljótum Indlands
"Við ræðum mikið um iðnaðarmengun í fljótum okkar en skolpmengun er stórt vandamál", segir Sunita Narain, forstjóri vísinda- og umhverfismiðstöðvarinnar. "Það sem er að gerast fyrir Yamuna fljótið er samsvarandi því sem er að gerast fyrir næstum því hvert fljót á Indlandi. Yamuna fljótið er dautt, við höfum bara enn ekki "jarðað" það opinberlega." Sum þessara fljóta eru einu uppsprettur drykkjarvatns fyrir marga fátæka íbúa Indlands.
Rannsókn gerð af Central Pollution Control Board sýnir að um 70% þeirrar mengunar sem á sér stað í Yamuna fljóti sé af völdum saurinda manna. Í stórborgum eins og Nýja Delhi er 3,6 milljarða tonnum af skolpi sturtað í fljótin - daglega! Einungis helmingur þessa magns fær í raun meðhöndlun - afgangurinn flæðir niður Yamuna. Meðal afleiðinga þess að drekka og baða sig í vatninu eru ýmis konar sjúkdómar, þ.a.m. niðurgangur.
Vandamálið felst að mestu í illa hagnýttum verksmiðjum sem annast úrgangsvatn og gamaldags aðferðir við afrennsli.
Yfir 300 slíkar verksmiðjur eru til - en flestar eru illa staðsettar og úrgangsvatn er oft sameinað við skolp og endar þannig aftur í fljótunum. Helmingur holræsa á Indlandi eru álitin ófullnægjandi.
Naran segir að til að geta komið til móts við þá hröðu iðnvæðingu og þéttbýlisýróun sem á sér stað, verði stjórnun og meðhöndlun á skólpi vera lagfærð og fljótin hreinsuð.
"Við ættum fyrst að byrja á því að meðhöndla úrgangsvatnið okkar á áhrifaríkan hátt og að nota það sem drykkjarvatn eða sem áveitu frekar en að því sé sturtað aftur í fljótin", segir Naran.
Frétt og mynd tekin af Treehugger
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Skolpmengun í fljótum Indlands“, Náttúran.is: 25. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/25/skolpmengun-fljtum-indlands/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.